28 janúar 2009

Upplifun

Ekki bjóst ég við að svíar væru farnir að lesa bloggið mitt :) Maður þarf kannski að fara að hugsa betur hvað maður röflar um hérna til að móðga engan :Þ (skýring í kommentum bloggsins hér á undan :Þ)

En eitt verð ég nú að segja ykkur frá, en ég vona að þessi saga eigi ekki almennt við um sænska lækna, já eða lækna yfir höfuð.
Ég sem sagt fór til læknis í morgun út af verk í mjöðminni. Ég hef örugglega sagt frá því þegar ég fór síðast að hitta þennan lækni, já eða læknu, að hún sagðist haf heyrt að gatið sem maturinn fer í gegnum á leið úr maganum væri ca 1 cm.
Núna í dag ákvað hún að mæla á mér lappirnar til að athuga hvort það væri eitthvað ósamræmi. Og þegar hún er að mæla segir hún "ja ég er nú ekkert góð í þessu þannig að þetta er nú ekkert nákvæm mæling" og svo fer hún líka að tala um að hægt sé að sprauta kortisoni í vöðvann en það þarf að passa sig að það fari ekki í æðar og taugar sem liggja nálægt. En hún segist heldur ekki treysta sér almennilega í að sprauta þessu þar sem hún er ekkert góð í því, hún sagðist hafa farið á kúrs í fyrra en finnst hún strax farin að missa haldbragðið.

Ég fór svona að spá hvar hún hefði fengið lækningarleyfið, hvort það hefði nokkuð verið í cheerioskassa. Hún hefur alla vegana ekki vit á því að þegja yfir því sem hún er ekki 100% á.

26 janúar 2009

Bastu

Ég er eitthvað að bölva þessu MS-verkefni... mér finnst ég alveg föst... veit ekkert hvað ég á að gera og finnst eins og ég viti ekki alveg hverni ég á að biðja um hjálp, hve mikla hjálp má maður fá án þess að leiðbeinendum finnist þeir vera að gera verkefið? En þetta fer nú að skírast vonandi fljótlega.

Ég og 19 aðrir, þeas 16 íslendingar og 2 svíar og einn þjóðverji, fórum saman í sumarbústað hérna rétt fyrir utan Gautaborg á föstudaginn og gistum eina nótt. Það var gufubað á staðnum og eyddum við dágóðum tíma þar, svo var auðvitað mesta sportið að dýfa sér ofan í vök í vatninu við gufubaðið. Ég fór 4 sinnum ofan í, en margir fóru mun oftar :Þ
Ég og Guðrún sáum um matinn sem heppnaðist mjög vel. Okkur fannst svolítið erfitt að rikna út hvað við þurftum mikinn mat en þetta passaði bara akkúrat, það varð ein kjúklingabringa eftir þannig að enginn á að hafa farið svangur frá borðinu.
Raggi kom með surströmming, sem er eitt það ógeðslegasta sem ég hef smakkað. Einhverjir hafa líkt þessu við hákarlinn, en ég held að það sé aðalega hugmyndin því bragðið er engan vegin líkt. Ég get borðarð hákarl en þetta var hreinn og klár viðbjóður og nánast ómögulegt að skera í bita. Lyktin er eins og af holræsi og bragðið svipað blandað með smá salti. En ég er ánægð með að hafa prófað þetta, það er ekki hægt að hafa búið hérna í 4,5 ár og ekki smakkað surströmming.

Ég skrapp í bankann um daginn til að leysa út eina ávísun frá DK, en fyrirtækið sem við nöfnurnar heimsóttum í desember ætlaði að borga lestina fyrir okkur og fékk ég því senda ávísun. Fyrst fór ég í minn banka, þar var mér sagt að þar sem grunnupphæðin væri svo há að það væri best að fara í systurbanka þessa danska banka sem ávísunin var frá, halló þetta voru rúmar 500 kr DKK, vóóó þvílík upphæð :o. Eftir nokkra daga þá fer ég þanngað og þá er mér sagt að þar sem að þessi ávísun eigi að greiðast inn á reikning en ekki út í seðlum þá verði ég að fara þar sem ég er í viðskiptum. Þannig að þá fer ég aftur þanngað en í annað útibú og þar fæ ég upplýsingarnar að þar sem þetta er í dönskum krónum þá verði ég að fara í danskan banka, sem ég ætti að geta gert 15. feb. En í öllum þessum heimsóknum þurfti stafsfólkið að tala við einhvern annan sem svo talaði við einhvern annan. Ég gat ekki trúað að þetta væri svona erfitt þar sem bæði minn banki og hinn eru til í báðum löndunum.

Jæja farin aftur að skoða fyrirbærafræði já eða túlkandi fyrirbærafræðileg greining... hljómar þetta ekki spennadi??

16 janúar 2009

Heimkoma

Ég er sem sagt komin út aftur, fór 12 jan.
En ég er á leiðinni heim aftur. Ég kem 15. febrúar og verð svo heima þanngað til seinni part mars og þá fer ég út aftur, mæti í skólann og pakka niður öllu dótinu mínu og kem því fyrir í skipi.
Ég var að segja upp íbúðinni áðan frá og með 26. mars. Svolítið skrítin tilfinning verð ég að segja. Allt tekur enda einhvern tíman og stundum verður maður bara að takast á við raunveruleikann og framtíðina.

04 janúar 2009

Gleðilegt ár

Jæja þá eru jólin búin og komið nýtt ár... og farið að styttast í annan endan á þessu jólafríi. En ég fer út mánudaginn 12. jan, þeas eftir viku.

Þetta eru búin að vera ágætis jól, get ekki sagt annað. Búin að sofa alveg losalega mikið, að mér finnt.

Svo fer bara að styttast í að ég flytji heim. Ég verð bara úti í mánuð og svo kem ég aftur um miðjan febrúar, á eftir að kaupa miða. Þarf reyndar að fara aftur út seinni partinn í mars þannig að það geti verið að ég bíði með að flytja dótið, þanngað til þá. En það fer eftir ýmsu.

Það er svolítið skrítin tilfinning að flytja heim. Hlakka til en á líka eftir að sakna ýmislegs í Svíaríki. En svona þegar maður flytur heim byrjar nýr kafli í lífinu sem ég hlakka til að takast á við.

Ég nenni nú ekki að skrifa mikið þessa dagana enda er ekki mikið að gerast.