26 janúar 2009

Bastu

Ég er eitthvað að bölva þessu MS-verkefni... mér finnst ég alveg föst... veit ekkert hvað ég á að gera og finnst eins og ég viti ekki alveg hverni ég á að biðja um hjálp, hve mikla hjálp má maður fá án þess að leiðbeinendum finnist þeir vera að gera verkefið? En þetta fer nú að skírast vonandi fljótlega.

Ég og 19 aðrir, þeas 16 íslendingar og 2 svíar og einn þjóðverji, fórum saman í sumarbústað hérna rétt fyrir utan Gautaborg á föstudaginn og gistum eina nótt. Það var gufubað á staðnum og eyddum við dágóðum tíma þar, svo var auðvitað mesta sportið að dýfa sér ofan í vök í vatninu við gufubaðið. Ég fór 4 sinnum ofan í, en margir fóru mun oftar :Þ
Ég og Guðrún sáum um matinn sem heppnaðist mjög vel. Okkur fannst svolítið erfitt að rikna út hvað við þurftum mikinn mat en þetta passaði bara akkúrat, það varð ein kjúklingabringa eftir þannig að enginn á að hafa farið svangur frá borðinu.
Raggi kom með surströmming, sem er eitt það ógeðslegasta sem ég hef smakkað. Einhverjir hafa líkt þessu við hákarlinn, en ég held að það sé aðalega hugmyndin því bragðið er engan vegin líkt. Ég get borðarð hákarl en þetta var hreinn og klár viðbjóður og nánast ómögulegt að skera í bita. Lyktin er eins og af holræsi og bragðið svipað blandað með smá salti. En ég er ánægð með að hafa prófað þetta, það er ekki hægt að hafa búið hérna í 4,5 ár og ekki smakkað surströmming.

Ég skrapp í bankann um daginn til að leysa út eina ávísun frá DK, en fyrirtækið sem við nöfnurnar heimsóttum í desember ætlaði að borga lestina fyrir okkur og fékk ég því senda ávísun. Fyrst fór ég í minn banka, þar var mér sagt að þar sem grunnupphæðin væri svo há að það væri best að fara í systurbanka þessa danska banka sem ávísunin var frá, halló þetta voru rúmar 500 kr DKK, vóóó þvílík upphæð :o. Eftir nokkra daga þá fer ég þanngað og þá er mér sagt að þar sem að þessi ávísun eigi að greiðast inn á reikning en ekki út í seðlum þá verði ég að fara þar sem ég er í viðskiptum. Þannig að þá fer ég aftur þanngað en í annað útibú og þar fæ ég upplýsingarnar að þar sem þetta er í dönskum krónum þá verði ég að fara í danskan banka, sem ég ætti að geta gert 15. feb. En í öllum þessum heimsóknum þurfti stafsfólkið að tala við einhvern annan sem svo talaði við einhvern annan. Ég gat ekki trúað að þetta væri svona erfitt þar sem bæði minn banki og hinn eru til í báðum löndunum.

Jæja farin aftur að skoða fyrirbærafræði já eða túlkandi fyrirbærafræðileg greining... hljómar þetta ekki spennadi??