28 janúar 2009

Upplifun

Ekki bjóst ég við að svíar væru farnir að lesa bloggið mitt :) Maður þarf kannski að fara að hugsa betur hvað maður röflar um hérna til að móðga engan :Þ (skýring í kommentum bloggsins hér á undan :Þ)

En eitt verð ég nú að segja ykkur frá, en ég vona að þessi saga eigi ekki almennt við um sænska lækna, já eða lækna yfir höfuð.
Ég sem sagt fór til læknis í morgun út af verk í mjöðminni. Ég hef örugglega sagt frá því þegar ég fór síðast að hitta þennan lækni, já eða læknu, að hún sagðist haf heyrt að gatið sem maturinn fer í gegnum á leið úr maganum væri ca 1 cm.
Núna í dag ákvað hún að mæla á mér lappirnar til að athuga hvort það væri eitthvað ósamræmi. Og þegar hún er að mæla segir hún "ja ég er nú ekkert góð í þessu þannig að þetta er nú ekkert nákvæm mæling" og svo fer hún líka að tala um að hægt sé að sprauta kortisoni í vöðvann en það þarf að passa sig að það fari ekki í æðar og taugar sem liggja nálægt. En hún segist heldur ekki treysta sér almennilega í að sprauta þessu þar sem hún er ekkert góð í því, hún sagðist hafa farið á kúrs í fyrra en finnst hún strax farin að missa haldbragðið.

Ég fór svona að spá hvar hún hefði fengið lækningarleyfið, hvort það hefði nokkuð verið í cheerioskassa. Hún hefur alla vegana ekki vit á því að þegja yfir því sem hún er ekki 100% á.