03 desember 2007

Fréttir og brandari ársins

Ég er fór til tannlæknis á fimmtudaginn og fékk þær "frábæru" fréttir að það þyrfti að rótfyllatönnina... og það kostar einungis 3000kr sek(ísl 30.000), jább rán um hábjartandag. En það verður sem sagt gert á morgun.

Ég fór svo og hitti Marie í Växjö um helgina, mömmu hennar fannst orðið allt of langt síða ég kom síðast og vildi endilega að ég kæmi fyrir jólin. Við fórum út í skóg og huggum tré, til að hafa úti. Síðan bökuðum við piparkökur og lussekatter. Annars tókum við því líka bara rólega og slöppuðum af.

Þegar ég kom heim í gær setti ég upp nýju jólagardínurnar mínar og aðventuljós og gerði smá jólalegt. Síðan fór ég að skoða jóla-föndurdót sem Marie hafði ætlað að henda þegar hún flutti en ég tók það hins vegar til mín. Þegar ég tók kassan, sem er gegnsær plastkassi, fannst mér hann frekar þunngur miðað við innihaldið(efni og eitthvað meir) og það heyrðist eitthvað hljóð í kassanum þegar maður hristi hann sem ég gat ekki alveg skilið, en pældi svo sem ekki meira í því. Þegar ég opnaði kassan blasti við mér myndavél sem Marie týndi fyrir 3 árum síðan. Hún var viss um að einhver hefði stoðið myndavélinni því hún fann hana hvergi... enda dettur engum í hug að leyta í kassa með jólaföndri... Ég vissi ekki hvert ég ætlaði af hlátri... Hún hafði meira að segja fengið nýja myndavél út úr tryggingum... Þegar ég sá e-mailið frá mér hló hún sig vitlausa úr hlátri :Þ


Ég veit ekki með ykkur en ég get ekki sagt að ég fyllist öryggis tilfinningu þegar ég labba framhjá einkennisklæddum lögreglumanni með hríðskotabyssu. Það gerðist sem sagt í morgun. Hérna hinu megin við garðinn er Göteborgs tingsrätt(eða Héraðsdómur Gautaborgar?) en ég labba þar framhjá á leið í strætó. Í morgun var örugglega verið að fara að dæma einhvern svaka glæpamann en það stóðu 5 einkennisklæddir lögreglumenn með hríðskotabyssur þarna fyrir utan á meðan bílinn fór inn í skúrinn.
Í síðustu viku var Sveriges Radio þarna fyrir utan, svo hefur maður séð 2 lögreglu menn fara með einn krimma inn í handjárnum... En þetta er nú ekki svona dagsdaglega hérna.

Svo er próf eftir viku... reyndar bara eitt próf fyrir jól... svo ég þarf að lesa alveg helling... best að fara að koma sér að því.