05 desember 2007

Sjálfsvorkun

Það er nú lagt frá því að ég geti sagt að það hafi verið gaman hjá tannsa í gær. Ég sat í stólnum í 2 tíma og 20 mín og þar af voru 2 tímar þar sem ég sat með galopinn munninn án þess að fá að loka. Vá hvað þetta tók á.
Það munaði litlu að ég þrufti að koma aftur seinna því það gekk illa að deyfa eina rótina en sem betur fer gat ég harkað þetta af mér... sh#& hvað þetta var vont. Ég vildi frekar pína mig en að þurf að koma aftur...

Þegar ég kom heim tók ég strax verkjalyf þar sem að sársaukinn var mikill. Ég get nú ekki sagt að verkjalyfin hafi gert mikið en þau tóku svona rétt mesta sársaukann. Tannsi sagði að ég gæti verið með verk í 2-5 daga.
Vaknaði í nótt kl 4 með þennan svaðalega verk.

Verkjalyfin taka aðeins betur á verknum í dag, eða alla vegana það sem liðið er af deginum... Þó að stundum reyni ég að harka af mér verki í stað þess að taka verkjalyf en það er ekki þannig núna... Þvílikt hvað þetta er óþæginlegur verkur... Svo gera lyfin mann frekar sljóan, maður á víst að passa sig ef maður ætlar að keyra bíl(sem er svo sem ekkert að fara að gerast núna)

Ég átti í vandræðum með að borða Cheeriosið mitt í morgun því að hringirnir leituðu alltaf undir tönnina en það er ekki þæginlegt að nota hana núna. Tilfinningin er eins og þegar maður var með lausa tönn hérna áður fyrr... nema að hún er ekki laus.

Jæja ég er hætt að vorkenna sjálfri mér hérna í bili... Verst að maður hefur engan hérna heima til að vorkenna manni og stjana við sig. En jæja þetta ætti nú að vera búið að jafna sig á sunnudaginn.