12 desember 2007

Allt að koma...

Núna eru dagar af pínu búnir... ekki nóg að hafa verið með verk í tönninni en ég þurfti auðvitað að fá svaðalegt kvef í leiðinni. Og á sama tíma átti ég að vera að læra fyrir umræðu tíma og próf. Endirinn var sá að ég mætti frekar óundirbúin í umræðutíma og prófið gekk ekki jafn vel og ég hafði vilja, en ég næ nú samt örugglega.

Sem sagt núna á ég bara eftir að fara í einn tölvutíma í tölfræðinni, sem er á þriðjudaginn, og svo kem ég heim. Reyndar í milli tíðinni á ég eftir að fara til Köben að ná í mömmu og Lilju, en við ætlum að eyða eftirmiðdeginum á laugardaginn í Köben og taka svo síðustu lestina til Gautaborgar.
Ég skrópaði óvart/óviljadi í fyrri hluta tölfræði tímans á mánudaginn. Var alveg 100% viss um að við ættum að byrja kl 13 en við byrjuðum víst kl 9... úps... en ég held að ég hafi nú ekki misst af miklu. Þetta eru ekki mestu tölvusnillingarir sem eru í bekknum svo það tekur smá tíma að fara í gegnum þetta.

Annars er planið núna fyrir í dag, á morgun og föstudag, að þrýfa íbúðina, þeas taka hana alveg í gegn, klára jólagjafirnar og kaupa jólakjól :) Jú og svo ætla ég aðeins að rölta um Liseberg í dag.

Var að skoða sænsku fréttirnar áðan og rakst ég á þessa skemmtilegu frétt sem ég var reyndar búin að sjá á mbl.is. Finnst bara mjög fyndið að hún hafi komist út fyrir landssteinana... hihihi... það er nú ekki oft sem að ísland er á síðum blaðana hér.

Best að fara að ryksuga og skúra...