31 október 2007

*grenj*

NEEEEI... ég sat í makindum mínum og var að horfa á Grey's Anatomy og þá allt í einu slökknaði á útsendingunni og það var bara snjór á skjánum og líka á öllum hinum stöðvunum... og það er ekkert sem ég get gert. Þetta gerðist reyndar líka í september en þá var ég ekki að horfa á neitt sérstakt. Það er eins og einhver hafi bara fengið þá hugmynd að kippa úr sambandi tenginu fyrir sjónvarpssendinguna inn í húsið... *pirr,pirr*

En yfir í annað. Ég var rosalega dugleg í gær, fór í sund, búin að vera að hugsa um þetta í ár og loksins varð að því. Ætla að reyna að gera þetta einu sinni í viku, sjáum til hvernig það fer. Er með smá harðsperrur á hinum ýmsu stöðum en ekkert óbærilegt.
En ég verð að segja ykkur frá einu sem ég sá í sundi. Ég sem sagt var í sturtu og var í raun að horfa bara á gólfið á meðan ég stóð þarna undir bununni og svo rek ég augun í lappir sem mér þóttu frekar furðulegar. Þetta voru lappir sem litu út eins og á vel hárugum karlmanni og ég er ekkert að grínast með hárin váá... getur kvennmaður virkilega verið með svona mikinn fjölda af þykkum og löngum hárum á löppunum og þetta var ekkert bara á kálvanum heldur líka upp aftanverð lærin... ég þurfti hreinlega að líta aðeins ofar til að vera viss um að þetta væri kvennmaður. Ég meina ég hef alveg séð stelpur sem hafa ekki nennt að raka á sér lappirnar í þó nokkurn tíma en ég vissi ekki að það væri hægt að gera þetta svona slæmt...!!!!

Annars held ég að foreldrarnir séu að tryggja sér það að ég flytji heim. Já það er verið að pæla í íbúð, er búin að vera að kíkja á fasteignavefinn á hverjum degi sl. daga til að skoða íbúðir.
Held að mamma og pabbi ætli að skoða eina fyrir mig sem er á Nesinu, sem okkur líst áægtlega á. Lilju fannst pabbi ekki alveg vera að klippa á naflastrenginn :P þeas að ég flytji ekki nógu langt frá m&p. En Lilja: hvernig var það með Jón? Fluttin hann ekki í bakgarðinn hjá ömmu, þar sem hann hafði leikið sér þegar hann var lítill?? hihihi... Og er ég ekki búin að búa í útlöndum í 3 ár(fyrir utan að þá á alla vegana eitt eftir að bætast við áður en ég flyt heim) :P
En þetta er ekkert ákveðið, það er nægur tími.

Annar er kúrsinn í Lundi alveg að verða búinn, þessi vika og næsta. Fer niðureftir í fyrramálið og svo aftur á fimmtudaginn í næstu viku. Þannig að það er rétt rúm vika eftir. Vá hvað ég hlakka til að hætta þessum þvælingi fram og til baka.
Svo er að farið að styttast í jólin... bara rétt rúmur 1 og 1/2 mánuður þar til að ég kem heim :)
Það er búið að breyta klukkunni þannig að núna er bara klukkutíma munur á milli Íslands og Svíþjóðar. Skil ekki að fólk nenni að vera að hræra svona í klukkunni.

En ég er hætt þessum skrifum í bili... Endilega látið heyra í ykkur :)