09 október 2007

Lundur hálfnaður

Besta að skrifa eitthvað... vá hvað ég er orðin ódugleg við það.
Ég er hálfnuð með Lundinn, að vissuleiti verður fínt að klára þar. Kúrsinn er fínn en þetta ferðalag á milli verður þreytandi til lengdar, aðalega að pakka áður en ég fer.

Þegar ég fór niðureftir á fimmtudaginn þá var ekki alveg komið á hreint hvar ég gæti gist í það skiptið. Ég hef búið hjá íslenskum manni í bekknum og fjölskyldu hans. En núna var hann að fá mömmu sína í heimsókn svo ég þurfti að finna mér annan svefnstað. Ég hef verið í sambandi við annan íslending sem er á Íslandi en hefur íbúð í leigu í Lundi. Ég fékk að búa þar fyrstu vikuna en síðan var einhver annar með íbúðina vikuna á eftir. Síðan ætlaði ég að reyna að fá íbúðina á fimmtudaginn, var í sambandi við manninn á Íslandi og eftir svona ca. 3 tíma bið fékk ég að vita að það væri ekki möguleiki að fá íbúðina. Endaði með að redda mér gistingu hjá einni stelpu í bekknum, síðan á föstudagskvöldið fékk ég að gista hjá annari í Malmö þar sem við vorum að fara í partý þar.
Við vorum mætt 10 af 14 úr bekknum í partýið. Fórum í tónlistarkeppni, og ég get ekki sagt að ég hafi farið á kostum þar, gat ekki einu sinni svarað einu spurningunni sem var nánast búin til alfarið fyrir mig; Nefnið 2 hljómsveitir sem söngkonan(Björk) hefur varið í, auðvitað gat ég svarað sykurmolarnir en mundi enga aðra hljómsveit.
Ég fór svo aftur til Gautaborgar kl 9:25, mjög gaman að vakna svona snemma þegar maður er búinn að vera að djamma, þetta var nú kannski ekkert svaðalegt djamm. Kíkti svo í partý hjá vinkonu minni á laugardagskvöldið.

Er eitthvað að berjast við heilsuna þessa dagana. Er búin að vera svona hálf slöpp í viku núna en samt líður mér ekkert of illa. Bara böggandi að vera ekki bara almennilega veik í nokkra daga í staðinn fyrir að vera eitthvað svona hálf meigluð í marga daga.