25 september 2007

Flakkari

Það eru ekki margir sem geta sagt að það taki þá 3 tíma að fara í skólann. Ég sem sagt fór til Lundar í gærmorgun, fór á fyrirlestur og fór svo aftur heim. jámm eyddi sem sagt 6 klukkutímum í lest, gat nú alveg notað tímann til að læra aðeins en það er ótrúlegt hvað það er miklu léttara og skemmtilegra að lesa pocketbók en að lesa ljósrit úr einhverri bók sem tengist kennslu/uppeldisfræði.

Annars gengur þessi Lundar vitleysa mín bara ágætlega. Fólk er alltaf að spyrja mig hvort þetta sé ekki dýrt og hvernig ég nenni að flakka svona mikið á milli fyrir einn kúrs, en ég nenni ekki að hugsa þetta svoleiðis. Svíar eru líka aðeins of mikið að hugsa um sín problem(vandamál), það er allt svo erfitt. Ég veit ekki hvað ég myndi gera ef ég væri alltaf að hugsa hve leiðinlegt það sé að taka lest í 3 tíma hverja leið 2 eða 4 sinnum í viku.

Annars er bara fínt hérna í Gautaborg, lífið gengur einn vanagang. Ég er búin að setja inn myndir, fyrir ykkur sem ekki voruð búin að taka eftir því. Þær eru kannski ekki mjög margar né fjölbreytilega en það var ekki ég sem var á bakvið myndavélina.

Ég fékk þá frábæru hugmynd og löngun til að setjast niður og senda myndir í framköllun. Var búin að gera tilraunir 2x áður en það fraus alltaf svo núna ákvað ég að senda þetta í 2 hollum. Auðvitað var búið að bætast eitthvað í bunkann síðan ég brufaði þetta síðast. Alls urðu þetta 296 myndir fyrir 2 ár, ég á svo eftir að setja þetta inn í myndaalbúm og skrifa við myndirnar, gaman gaman!! Ég gleymdi reyndar nokkrum myndum sem ég ætlaði að nota til að setja í ramma til að hengja upp á vegg. Ætla aðeins að bíða með að senda inn fleiri myndir.