Núna er ég búin að fara til Lundar tvisvar. Gengur bara vel að flakka á milli. Gisti hjá einum íslenskum í bekknum, en hann býr í Lundi með konu og barni. Ég fékk að sofa í barnaherberginu og þar af leiðandi í barnarúminu, svona stækkanlegt rúm með svapdýnu. Hef sofið í þægilegra rúmi en líka óþæginlegra svo þetta var ágætt.
Skrapp svo til Köben eftir fyrirlesturinn á fimmtudaginn og hitta mömmu og pabba þar. En pabbi var á ráðstefnu og mamma skellti sér með til að rölta um í Köben. Og svona eins og gengur og gerist þegar ég hitti mömmu og pabba í úlöndum þá græðir maður nú aðeins á því og það var ekkert öðru vísi í þetta skiptið, peysa, fín svört stígvél og vertrarskór.
Fór svo aftur til Gautaborga á föstudaginn. En Magga var í heimsókn í Gautaborg og við vorum búnar að ákveða að hittast, fyrst ætluðum við að vera ég, Magga, Peter og Ragnar og rifja upp gömlu góðu dagana frá því fyrir 2 árum, en svo þurfti Ragnar að fara til Íslands. Svo við Magga og Peter hittumst hjá mér og elduðum mat og fórum svo á djammið. Skemmtum okkur bara mjög vel.
Af völdum þreytu á laugardaginn var lítið gert nema að hafa það notalegt fyrir framan sjónvarpið, en það getur verið bara mjög fínt. Magga gisti svo hjá mér á laugardagskvöldið, þar sem það var styttra í flugrútuna frá mér og ég var líka búin að bjóða henni það. Sunnudagurinn endaði í algjörri afslöppun.
Var á röltinu í bænum áðan og þé rekst ég á hana nöfnu mína úr vinnunni en hún flutti hingað fyrir ca. viku síðan, þvílík tilviljun. Hún var að rölta með manninum og dótturinni. Við ætlum að reyna að hittast á morgun.
Svo eftir hálftíma byrjar 3 fyrirlesturinn í kennslufræði en þetta verður minn fyrsti þar sem ég er búin að vera niðri í Lundi fyrstu tvo. Ég get nú alveg viðurkennt að ég er smá stressuð.