09 september 2007

Það væri kannski rétt að skrifa eitthvað...

Partýið sem ég var með um daginn fór bara mjög vel, vorum örugglega 15 þegar mesta var í 32 fermetrunum mínum. Marie var hérna í borginni þar sem hún var að fara í 35 ára afmæli fyrr um daginn, svo það var gaman að hún gat komið. Svo var Lottie að fara að flyta til Stokkhólms á sunnudeginum svo það var líka gaman að hún ákvað að kíkja. Við fórum síðan í bæinn, reyndar í 2 hollum þannig að hópurinn skiptist svolítið. Ég fór með 3 strákum í bæinn, sem er svo sem ekkert verra... Dansaði við einhver gaur þarna en fór ekkert of seint heim... komin heim kl 4. Frekar þunn daginn eftir og hlakkaði ekki til 3 tíma rútuferðar til Lundar... en það gekk.

Þannig að já ég er búin með fyrstu vikuna í Lundi, lifði það alveg af. Við erum samtals 14 í bekknum, flest allir búnir að vera saman í bekk í 3 ár. Það er búið að ákveða að vera með partý í bekknum og það á að vera á meðan ég er þarna svo að ég komist... ekki leiðinlegt.

Ég fór svo í keilu á föstudaginn með Theres, Eriku og Henrik(fyrir ykkur sem ekki eru komin með þessu nýju nöfn á hreint þá er Theres og Erika stelpur sem ég kynntist í vor, Henrik er bróðir Peters sem er vinur Ragnars. Og Henrik og Erika eru núna saman) Ss ég var 2 í keilunni... gekk bara ágætlega miðað við "aldur og fyrri störf". Ég og Theres röltum síðan um bæinn og hittum einn vin Ragnars sem var í patrýinu hjá mér um daginn. Kíktum aðeins á hann og vini hans spila póker á einum skemmtistað, spjölluðum við einn vininn sem ekki nennti að spila. Svo var ákveðið að við myndum hafa samband við gaurana kvöldið eftir svo þeir gætu hjálpað okkur með að komast inn á skemmtistað(gegnum sambönd)

Í gærkvöldi djömmuðum við Theres, Erika og vinkona þeirra Emma saman og höfðum svo samband við gaurana áður en við fórum út, hittum þá svo niðri í bæ og fórum inn á einn góðan stað. Ekkert að fara í díteils hvað gerðist þar. Hitti reyndar vini hennar Marie sem hún hafði verið í 30 afmæli hjá. Þeir höguðu sér eins og bræður mínir, geðveikt að passa mig, en þeir eru ágætir greyin. Eða eins og ég sagði í gær(ekki við þá), Marie er eins og systir mín, þeir eru eins og bræður hennar svo þá eru þeir eins og bræður mínir... svo næstum því.

Smá þynka í gangi í dag, en ekkert alvarlegt. Fer svo til Lundar í fyrramálið, fyrirlesturinn er ekki fyrr en kl 13:15 svo ég þarf ekki að taka lestina fyrr en 9:40... ekki slæmt... en það er komið nóg í bili... set inn myndir seinna... þegar ég fæ einhverjar...