25 október 2007

Orðin ónæm fyrir veseni

Það væri synd að segja að þetta sé mín besta vika lengi, kannski að versta sé nær því, þó kannski ekki alveg svo langt.
Á mánudaginn leigði ég bíl til að keyra til Hässleholm sem tekur 2:20 að keyra, ég vara að fara í vinnustaðaheimsókn sem er tengd lokaverkefninu í kúrsinum þannig að ég vildi ekki missa af því, en ég þurfti að vera komin til Gautaborgar 2:30 eftir að heimsóknin var búin en lestin tekur 4 tíma þar sem að hún fer ekki beint og maður þarf að skipta 1-2 á leiðinni.
Ferðin niður eftir gekk vel, og upp eftir aftur gekk líka vel. Svo hafði ég ekki tíma til að skila bílnum fyrir tímann sem ég var að fara í. Ákvað þess vegna að leggja bílnum fyrir utan hjá mér, lagði fyrst í eitt stæði þar sem að kostaði 20kr/klst til kl 22, þegar ég fattaði það þá flutti ég bílinn á stæði þar sem kostaði 20kr/klst til kl 18 því að ég vissi að ég hefði nægan pening fyrir það... en þegar þangað var komið komst ég að því að ég hefði týnt einni 10 sem ég var með og þar með átti ég ekki nægilegt klínk. Það sem klukkan var orðin 17 og ég átti að mæta kl 17 gat ég lítið annað gert en að borga það sem ég átti og vona það besta... En auðvitað fékk ég stöðumælasekt upp á 400kr sek(ca 4000 kr ísl) Mín var ekkert rosalega sátt en lítið við því að gera.

Síðan fór ég niður til Lundar í dag, get ekki sagt að það byrjaði eins og til var ætlast. Vaknaði rúmlega 6 þar sem ég var að fara að taka lest kl 7:40, fór aðeins fyrr út á lestastöð þar sem að ég var ekki búin að sækja miðana eins og ég er vön. Þegar ég leit á miðann stóð 9:40 sem sagt ég var 2 tímum of snemma, svo mín fór bara aftur heim enda stutt heim og lagði mig í 1,5 tíma. Fór svo aftur út á lestastöð og upp í mína lest. Í Gautaborg fengum við að vita að raflínana fyrir lestina var slitin milli tveggja staða svo við þurftum að fara í rútu á milli. Kellingin sem sat við hliðina á mér í lestinni áður en við komum að rútunni sagði mjög hneyksluð "hver rífur í sundur raflínu" þetta hljómaði eins og hún héldi að einhverjir unglingar hefðu verið að fikta í línunni. Svo þegar við vorum aftur komin í lestina(eða hina lestina) þá var ljóst að það væri seinkunn og konan við hliðina á mér var ekki lítið pirruð og svo þegar kom upp eitt vandamál í viðbót þá fór að sjóða verulega á henni. Ég var komin til Lundar hálftíma eftir áætlun og náði akkúrat á réttum tíma í skólann :)

Svo var auðvitað þetta vanalega íbúðarvandamál hér í Lundi. Ég hef ekki skrifað mikið um það hér en það hefur verið þannig í hvert einasta skipti(fyrir utan fyrsta) þegar ég hef komið til Lundar að það er óljóst hvar ég mun sofa. En það hefur alltaf reddast, búin að sofa á 5 mismunandi stöðum. Krakkarnir í bekknum vorkenna mér svo mikið svo þeim finnst ekkert mál að leyfa mér að gista hjá sér. En þetta er að verða búið, bara tæpar tvær og hálf vikur eftir en á bara eftir að gista í nótt og svo eina nótt í viðbót.

Þetta er nóg í bili