06 mars 2006

Kalt

jájá ég er kannski ekki búin að vera neitt dugleg að skrifa hér undanfarið... aðalega vegna þess að ég hef ekki nennt því.
Ég og fleiri erum að verða lang þreytt á veðrinu hér en það er búið að vera -10 - -5°C og meira að segja í morgun var -15°C og samkvæmt weather.com er "feels like" stigið oft 5 gráðum lægra... ss skítkalt. Það er mjög gaman að vita af því að mamma og pabbi eru í Flórída þar sem eru ca 25-30 gráður...

Ég fékk alveg frábærlega skemmtilegar upplýsingar í póstinum í dag... Upplýsingar um hvað ég á inni í lífeyrissjóði hér... sem er nákvæmlega EKKI NEITT enda ekki skrítið þar sem ég hef aldrei verið á vinnumarkaði í Svíþjóð. Alltaf þegar á að standa einhver upphæð þá sendur 0 eða -.... mjög sniðugt. Mér fannst mjög tilgangslaust að senda mér þetta.

Annars þá er ég að fara með Öllu til Berlin um páskana, við förum á miðvikudegi eftirhádegi(er í prófi fh) og svo komum við til baka á aðfaranótt þriðjudags þar sem ég er að fara í skólann þá þriðjudag kl 8:30, býst við að vera frekar meigluð.

Ég og Alla fórum í bíó á föstudaginn á Casanova, sem er mjög fín... væri alveg til í að eiga hana seinna meir. En ég held að við höfum hleigið allra mest í salnum. Hlóum að hlutum sem enginn hló af en það átti samt örugglega að vera fyndið :þ

Mér vað búið að detta eitthvað í hug að skrifa hér en ég er búin að gleyma því... ég man það kannski seinna.