Ég sem sagt fór áðan út að borða í boði Háskólans í Gautaborg... hljómar ekki illa, enda var það alls ekki slæmt. Málið er ss að framkvæmdastýra Heyrnar- og Talmeinastöðvarinnar(HTÍ) er hér í heimsókn að skoða hvernig Svíar setja upp Heyrnarstöðvarnar sínar, sem er auðvitað bara gott mál. Og þar sem ég er að fara að vinna hjá HTÍ í sumar... byrja 15. júni... þá fannst Claes Möller(kennari) að það væri tilvalið að ég kæmi með fólkinu út að borða, þe nokkrum kennurum og fleirum sem vinna á heyrnarstöðinni... og ég auðvitað þáði það... fannst þetta frekar skrítið fyrst en svo var þetta bara mjög fínt.
Annars þá er ég að fá upp í kok af hópverkefnum en ég sé ekki alveg fram á endan á þeim fyrr en í lok annar :S
Svíar voru með loka keppni söngvakeppninnar um helgina og útkomar bara fín... alla vegana ekki sami skandall og í fyrra. Lagið sem fékk flest stig frá almenningi vann með hjálp af dómnefndinni. Svo sjáum við til hvort lagið fær fleiri stig í forkeppninni Silvía Nótt eða Carola :þ