03 apríl 2006

Nettur pirringur og tilhlökkun

Við byrjum fyrst á pirringnum. Ég komst að því í dag að Öldrunarfræði kúrsinn var í raun bara kúrs í sænsku(málfræði). Málið er það að ég fór upp í skóla í dag að sækja verkefnið sem við vorum að fá til baka loksins. Hjá mér stóð: Rättar inte grammatiska fel: Be svensktalandi gruppkamarat att läsa igenom. Det finns ett antal ? som behöver rätas ut! Vill Du skriva på engelska.(í ísl. þýð. Leiðréttir ekki málfræði villur: Biddu sænsktalandi hópmeðlim að lesa i gegnum þetta. Það eru nokkur ? sem þarf að leiðrétta.
Ok. ? voru 5. Meðlimir hópsins lásu í gegnum þetta áður en við sendum þetta inn en fannst ekkert að þessu. Ég er mjög móðguð...
Ég var ekki sú eina sem var með málfarsvillur enda held ég að allir hóparnir hafi þurft að leiðrétta málfarið hjá sér... eða nota þau orð sem kennarinn vildi að væru notuð því hún í raun leiðrétti þetta sjálf við þurftum bara að breyta og skila inn aftur. Ég talaði við einn kennara(Inger) sem sagði mér svo að þessi(AK) hefði spurt sig út í þetta með málfræðina mín og Inger sagði henni að vera ekkert að spá í málfræðina mín, sænska væri ekki mitt móðurmál og ég ætlaði ekki að vinna í Svíþjóð. En hvað gerir tussan(AK) röflar um að ég skrifi vitlaust... kræst..

Það er eins gott að ég sé á leiðinni heim og þokkaleg tilhlökkun þar á ferð. Verð mætt á klakann á morgun þriðjudag kl 15:25