24 september 2005

Alvöru dæmi...

Eftir nokkra daga stress þá gerðum við heyrnarpróf á okkar fyrsta alvöru sjúkling. Við vorum 2 og 2 saman og ég var fyrst, að mínu mati var það betra því þá var maður búinn með þetta fyrr og gat slappað af.
Minn sjúklingur var fæddur 27 sem gerir hann 78 ára, en fyrst hélt ég að hann væri fæddur 1918, en þá var hann fæddur 18. dag mánaðarins... ég rugla stundum íslensku og sænsku kennitölunum saman... Svíjar verða auðvitað vera svolítið örðu vísi og skrifa dagsettningar þver öfugt við okkar... 050924 í staðinn fyrir 240905 sem er í dag ;p
En annars þá gekk þetta bara ágætlega vel að minni hálfu þótt að ég hafi verið að drepast úr stressi... ég til og með titraði, sem er svo sem ekkert nýtt.
Annars þá var karlinn með mjög slæma heyrnaskerðingu og ekki tókst að mæla allt sem þufti því... hann heyrði ekki rassgat...

Svo í gærkvöldi bauð einn íslendingurinn hér, Vilmar, okkur hinum íslendingunum heim. En auðvitað gátu ekki allir mætt og við enduðum bara að vera 4, ég, Vilmar, Ragnar og Alla. Sem var bara ágætt... ég varð bara smá full :þ Vilmar átti tóbasvodka sem við vorum að staupa. Þetta er órtrúlega gott en mér fannst best að taka bara lítinn sopa í einu annars var eins og maður settu upp í sig einn heilan tópaspakka. Við vorum svo aðeins of þreytt til að fara í bæinn svo við 3 tókum bara sporvagnin heim um 2 leitið minnir mig.

NB bara fyrir þá sem eru að spurja sig þá er ég ekki þunn... eftir mín 3 tópasvodka staup og 3 Smirnoff Ice/Breezer.

En ég nenni alls ekki að læra núna... einbeitningaskortur dauðans