11 september 2005

Vika í herberginu

Þá er ég búin að vera hér í 2 vikur og þar af eina í þessu blessaða herbergi sem er kannski ekki svo slæmt.
ég fór í bæinn í gærdag, það var svo rosalega gott veður, alveg heiðskýrt. Mér tókst að kaupa mér 1 gallabuxur í Vero Moda og peysu þar líka... ekki slæmt

Svo vorum við með smá íslendinga partý í gær, það komust nú reyndar ekki nærrum því allir en það var samt gaman. Magga mætti á svæðið en Sandra sofnaði víst heima hjá sér, stundum er maður bara þreyttari en maður heldur. Gauti, hann flutti hingað í haust, mætti svo með systur sína sem var í heimsókn en þau fóru ekki með okkur í bæinn. Við vorum heima hjá Ragnari eins og síðast. Við þrjú, ég Ragnar og Magga, röltum svo í bæinn. Stór hluti af kvöldinu fór í að stríða Ragnari á sinni mjög svo sænsk singjandi íslensku, sem bara varð meiri eftir því sem leið á kvöldið og áfengis magnið í blóðnu fór hækkandi. Við fórum úr bænum um 4 leitið og héldum eftir partý hjá Ragnari þar sem hann átti svo mikið af eftirpartýs tónlist. Ég og Magga fórum svo heim um 6 leitið.

Áður en ég fór í partýið var ég að spá í að fara í nýju buxunum en hætti við það, sem betur fer, Magga var í alveg eins buxum. Það hefði verið fyndið ef við hefðum báðar mætt í alveg eins buxum, hehehehe

Nú er bara afslöppun í dag, er að reyna að lesa eitthvað af þessu efni fyrir skólan um samskipta leiðir og endurhæfingartækni fyrir fólk með heyrnarskerðingu. Þetta er nú ekkert leiðinlegt, ég bara nenni ekki að lesa.