16 september 2005

Kellingin

Ég held að ég verði bara að hella úr reiði minni núna.
Ég veit ekki leiðinlegri og sjálfselskaðri kellingu en Eva Andersson rektor heyrnarfræðideildarinnar í Gautborgar Háskóla.

Málið er að við erum að fara í praktík í október og við erum það margar að við getum ekki allar verið á Gautaborgarsvæðinu(Gbg).. ok allt í lagi með það. Það voru 16 sem sóttu um Gbg en bara 14 pláss. Kellingin bað þá sem voru með einhverja afsökun til að geta ekki farið eitthvað annað að tala við sig. Ég sótti auðvitað um Gbg og sagði svo við hana að það væri erfitt fyrir mig að ferðast eitthvað langt þar sem að ég þekkti mig svo lítið utan borgarsvæðisins... sem eru kannski ekki alveg bestu rök en samt... svo sagði hún "þú kannski þekkir þá Svíþjóð betur á næsta ári" Hún var að vissu leiti að segja að ég gæti fengið Gbg núna með því skilirði að ég færi út fyrir borgina á næsta ári sem er í raunninni ekkert mál.
Og svo án þess að hlusta á neina einustu skýringu frá nokkrum, ákvað hún að það yrði bara dregið um hver væri hvar í Gbg. Og auðvitað var ég ein af þeim 2 sem komust ekki inn, og Ann-Cathrine. Ann-Cathrine valdi stað sem heitir Varberg þar sem foreldrar hennar búa þar og hún gæti búið hjá þeim á virkum dögum. Ég valdi svo Alingsås sem er kannski 50 mín í burtu.
Svo hitti ég eina sem komst inn í Gbg en hún vildi ekki vera þar svo hún ætlaði að taka eitthvað annað. Þannig að ég sendi Kellingunni e-mail um að ég væri tilbúin að taka hennar pláss. En NEI það var ekki nógu gott!!! Það varð auðvitað að draga um hver fengi plássið. Og ég fékk auðvitað ekki plássið. Kellingin tók ekkert tillit til þess sem ég sagði við hana í byrjun og að ég hef enga tengingu við Alingsås en Ann-Cathrine hefur tengingu við Varberg.

Ég er svo sem búin að vera "problem(með sænskum hreim)" í augum Evu frá upphafi þannig að það er kannski ekkert skrítið að hún taki ekkert tillit til mín.

Svo er ekki nóg með þessa heldur er afmælishátið hjá Heyrnarfræði og Talmeinafræði deildunum síðasta daginn sem við erum í praktík og margir hefðu viljað fara á fyrilestrana sem verða þá. Þannig að við spurðum hana hvort það væri ekki lagi að þeim sem vildu fara á hátíðina myndum sleppa síðasta praktík deginum. Hún kom til okkar í tíma og bryjaði að dissa hátíðina og gera lítið úr henni. Sjálf gat hún ekki mætt. Allir uðru geðveikt pirraðir út í hana

Og hér með lýkir pistlinum um kellingar tussuna Evu Andresson rektor, vonandi var þetta ekki of langdregið... ég er bara pirruð. Skrifa vonandi um eitthvað skemmtilegt næst