...eins og maður segir á góðri sænsku. Það var búið að stela út ísskápnum mínum þegar ég kom upp í eldhús í morgun. Heilu skinnkupakka... ég var búin að taka eina sneið úr og svo pokanum mínum sem hafði að geyma Smirnoff Ice 2 st... en það sást ekki á pokanum hvað var í honum. Ég fór svo að athuga hvort ég fyndi eitthvað í honum ísskápunum og viti menn ég fann skinnkupakkan nema hann var tómur. Og svo skrifaði ég á krítartöfluna okkar að einhver hafði verið að stela. Og viti menn þegar ég kom upp áðan þá var pokinn minn á borðinu og auðvitað tómur.. mér datt svo sem ekkert annað í hug... En hvað er málið með að stela heilum skinnkupakka og skilja pakkan eftir tómann inni í ísskáp..ég hefði skilið ef einhver hefði tekið eina sneið en HALLÓ!!!!
En það er rosalega gaman í praktíkinni. Reyndar bara gamalt fólk en það getur verið svo fyndið stundum. Það hefur ekki enn verið vandamál með tungumálið ;) Fólk verður bara hissa þegar ég segist vera frá Íslandi. Svo í dag var ein kona svo ánægð með þjónustuna sem hún fékk hjá okkur að hún gaf okkur 20kr(sek), til að kaupa eitthvað gott með kaffinu. Heimsóknin kosta 80kr og sonur hennar sá um að borga úr hennar veski en svo vildi hún fá veskið og gaf okkur 20kr. Þetta held ég að fólk geri hreinlega ekki á Íslandi. Svo líka í fyrra dag þá harð neitaði ein kona að fá 20kr sínar til baka.
Ég skil ekki hvað mér er illt í hásininni... mér byrjaði að vera smá illt á sunnudag en það var ekkert slæmt en núna versnar þetta með hverjum deginu. Það er eins og sé verið að rífa hana í sundur þegar ég geng meir heldur en 50 metar í einu. Hvað á maður eiginleg að gera??
P.S. fyrir þá sem ekki vita er "fan" blót á sænsku :þ