16 október 2005

Helgin

Jæja ég er búin að komast að því að ég geti komist heim 21. des. En það er samt líka möguleiki að ég komist fyrr eða fara til baka seinna... fer eftir hvernig tímunum verður raðað niður.

Ég var í smá partýi hjá Ragnari á föstudaginn. Við vorum 6, 3 ísl. og 3 svíar. Reyndar var kynjahlutfallið ekki jafnt. Ég og Magga og svo Ragnar og 3 sænskir vinir hans. En við skemmtum okkur mjög vel. Planið var að fara í bæinn en það varð víst ekkert úr því. Strákarnir fóru heim 3:30 en ég og Magga gistum. Magga svaf í rúminu, Ragnar á dýnu á gólfinu og ég í sófanum. Ég svaf reyndar alveg ótrúlega miðað við aðstæður... þe sófinn var ekki alveg nógu langur þannig að ég svaf í fósturstellingu. :þ En ég er að vinna í að koma upp nýrri myndasíðu og þá verða einhverjar myndir úr partýinu þar inni.

Svo í gær átti ein bekkjasystir mín afmæli, sem ég umgengst smá í skólanum. Svo ég fór til hennar... nennti reyndar ekki að fara. En við vorum 7 stelpur, af okkur 7 voru 3 vinnufélagar hennar. Ég get nú ekki sagt að þetta hafi verið það skemmtilegasta en þetta var allt í lagi. Ég var líka svo ótrúlega þreytt eftir nóttina áður.

En svo er það bara afslöppun í dag. Mér finnst reyndar eins og ég sé að fá hálsbólgu eða eitthvað álíka en ég vona að ég nái að stoppa það áður en það verður eitthvað meira.