Núna er ég byrjuð á annarri viku í praktík. Ég var í fríi í gær og það var mjög þæginlegt. Í dag var ég svo spurð að því hvort ég væri með norskan hreim, en ég gerði manneskjunni ljóst að ég væri íslensk en ekki norsk. Reyndar er það kostur að vera spurð hvort ég sé norsk því þá er maður að ná hreimnum meir... en ef maður er spurður hvort maður sé finnskur þá gefur það til kynna að maður noti íslensku hljóðin of mikið.
Á föstudaginn var ég og Magga heima hjá Ragnari að horfa á sjónvarpið. Við horfðum á hvern þáttinn/myndina á færur annari og þegar klukkan var að verða 5 þá fannst mér þetta orðið gott og ákvað að fara heim. Það er ótrúlegt hvað maður getur setið fyrir framan sjónvarpið og bara horft á eitthvað.
Svo á laugardaginn hitti ég loksins Söndru og fór með henni í óvissu ferð með 3 kunningjum hennar. Þetta var það mikil óvissuferð að tilgangur ferðarinnar er ekki enn vitaður. Svo um kvöldið fór ég út að borða með Öllu, bekkjarsystur hennar og 3 öðrum. Við fórum á mexikanskan stað, aðeins öðru vísi en það sem ég var vön en mjög góður matur. Við mættum ekki á staðinn fyrr en 21:30 en svo breyttist staðurinn í skemmtistað þegar klukkan nálgaðist meira miðnætti. Svo eftir matinn vildi helmingurinn fara heim og helmingurinn fara á djammið, en það var ég, Alla og strákur að nafni Emil sem fórum á djammið. Svo vissi ég að Ragnar og Magga ætluðu í bæinn svo ég hafði samband við Möggu og við hittum þau. Við vorum ekkert sérstaklega lengi úti, til rúmlega 2, en það var líka bara ágætt.
Sunnudagurinn var svo bara tekinn rólega.
Vaknaði svo snemma í gær(mán) aðalega til að geta sofnað um kvöldið. Var rosalega dugleg að vinna smá í verkefni og þvo. Svo fór ég að hitta Möggu í bænum. Kíktum smá í búðir og settumst svo niður og fengum okkur næringu... og spjölluðum þar örugglega í 2 tíma.
Svo í gærkvöldi reyndu Alla, Magga og Ragnar að sanfæra mig um að koma með þeim á pub og horfa á Svíþjóð-Ísland... Ég er ekki enn búin að ákveða mig, en það gæti verið smá stemning í því að sjá Ragnar málaðan í framan í íslensku fánalitunum. En við sjáum til hvernig stuði ég verð í á morgun.
En jæja þetta er orðið þokkalega langt held ég bara.