07 október 2005

1. praktík vikan er búin

loksins föstudagur ... mmmmm ...
Ég tek alltaf meiri og meir þátt í heimsókn sjúklingana á Heyrnarstöðina í Alingsås, og það er auðvitað bara ekkert nema gaman. Fæ reynar frí á mánudaginn þar sem allt staffið er að fara á fund eða eitthvað álíka. Má reyndar ekki segja kennurunum mínum frá þessu :þ ekki líklegt að þið getið lekið þessu í kennarana.

Ég skil ekki þetta með hásinina á mér. Þegar ég var að fara að sofa í gær þá sá ég að ég var að fá marblett þar sem mér er búið að vera illt. Mjög einkennilegt. Svo var mjög sérstök tilfinning í hásininni þegar ég labba. Ég er búin að hugsa mikið um hvernig er hægt að lýsa þessari tilfinningu og fann það út að þetta sé eins og þegar maður nuddar saman rússkinni... sem mér finnst einstaklega klígjulegt. Heyrnarfræðingurinn sem ég var hjá í dag sagði mér að tala við lækni ef þetta lagast ekki. Kannski ráðlegt... sjáum tilhvað gerist um helgina. Mér er samt ekki illt í þessu eins og mér var, þegar ég hélt að þetta væru harðsperrur.

En í dag er búið að vera sólskin og 20° hiti... mjög næs. Ég vona að morgundagurinn verði svipaður :)