Ég veit að ég er ekki búin að skrifa lengi... ég hef bara eiginlega ekki nennt því.
En helgin var fín. Á föstudaginn fór ég með Möggu út að borða þar sem þetta var nú síðasta helgin hennar hér í útlandinu í bili en hún fer heim á föstudaginn.. :(
Ég hitti reyndar leiðbeinandan minn úr praktíkinni þarna um kvöldið þegar ég og Magga sátum niðri í bæ og höfðum keypt okkur ís í eftirrétt... En hún(leiðbeinandinn) býr ekki einu sinni í Gautaborg.
Svo á laugardagskvöldið fór ég í smá bekkjarpartý með Ragnari. Ég var reyndar bara eina stelpan... en það skipti ekki svo miklu máli. Ég drakk reyndar einum of mikið og einum of hratt og er búin að ákveða að þetta geri ég ekki aftur, nú veit ég hvenær ég á að stoppa. Enda leið mér ekkert sérstaklega vel en það skánaði eftir að við vorum komin niður í bæ.
Í gær hringdi mamma í mig sérstaklega til að láta mig kíkja á RÚV fréttirnar um kvennafrídaginn. Ég var ekki heima þegar hún hringdi svo ég kíkti á þetta þegar ég kom heim áðan... og viti menn... mamma var bara í nærmynd í sjónvarpinu, þar sem kennfólkið á hennar deild hafði klætt sig upp eins og karlmenn... Ég held að mamma sé bara orðin fræg :þ
Svo er þetta núna síðasta vikan í praktíkinni... vá hvað þessar 4 vikur hafa liðið hratt. Ég held að tíminn gangi hraðar og hraðar. Svo er það bara einn skóladagur í næstu viku, þarf reyndar að skila inn verkefni og svo helgina þar á eftir er Sálin að spila í köben, 5. nóv. Við Alla erum ákveðnar að fara enda hún búin að redda sér miða. Svo er um við að spá í að reyna að fá fleira lið með okkur í ferðina.