17 desember 2005

4 dagar í jólafrí

Það fer að styttast ógurlega í heimkomu sem er auðvitað ekkert nema gott. Ég er búin að gera verkefnið í taugasálfræði sem ég á að skila inn á þri.d/miðv.d. Ég var uppi í skóla frá 10:30 til 15 að gera þetta verkefni. Og það var varla pásað svo ég var þokkalega þreytt á eftir og gerði mest lítið í gærkvöldi nema að hluta á tónlist. Ég held að ég hafi verið komin með svefngalsa um 23 leytið og var á leiðinni í rúmið í tæpa 2 tíma áður en ég loksins fór að sofa.

Það er kalt hér í dag ég sá mælinn sýna -5,9°C fyrir ca 2 tímum en hljómar ekki vel. Svo var 18°C hér inni þegar ég vaknaði, en ég setti ofnana á fullt til að hita herbergið sem gengur eitthvað dreglega. En það er búið að hlýna ótrúlega á stuttum tíma, en núna er -3,5°C reyndar er hitinn alltaf að rokka eitthvað. Ég þarf að fara með pakka niður í bæ en ég nenni ekki út í þennan kulda.

Ég get varla beðið þanngað til á miðvikudaginn. En þar sem þessi önn er búin að vera ótrúlega fljót að líða þá hljóta þessir 4 dagar vera fljótir að líða. Ég er í skólanum á milli 9 og 12 á mið.v.d og svo fer lestin kl 13:25 þannig að ég ætla ekki að treysta á að ég nái heim í milli tíðinni. Þannig að ég verð með ferðatöskuna í skólanum.... mjög gaman. Og svo á ég frammi hið skemmtilega 10 tíma ferðalag. En svo hitti ég líklega Tinnu, vinkonu Öllu í Köben, en hún er fara með sama flugi. Svo ég verð ekki ein alla leiðina.

Jæja ég þarf að fara koma þessum pakka niður í bæ. Gott að vera búin að því!!

Svo vil ég endilega rukka Jón og Lilju um parketmyndir. En þau ákváðu að ráðast í að leggja parket... sem er auðvitað bara flott.