08 desember 2005

dagurinn í hnotskurn

Eftir að hafa sagt mömmu frá þessu yfirliði þá vildi hún að ég færi í blóðprufu. Svo sagði ég Marie frá þessu og hún vildi að ég færi á slysavarðsstofuna(bráðamóttökuna) eða hringdi og talaði við einhvern(þe hjúkrunarkonu).
Eftir smá pressu hringdi ég og talaði við einhverja hjúkku sem vildi að ég færi upp á slysó sem ég og gerði.
Fyrst tók tíma að bíða eftir að vera kölluð upp til að vera skráð inn og borga(300 sek kr takk fyrir), þó enginn væri á undan mér í röðinni. Svo var ég kölluð inn ótrúlega fljótt í eitthvað tékk. Þar sem ég fór í hjartalínurit, blóðþrýstingsmælingu og sýrustigsmælingu(en þá var einhverjum svampi(2cm í þvermál) stungið upp í nefið á mér á frekari viðvarannar eða upplýsinga. Svo var mér sagt að bíða í biðstofunni og það gæti tekið smá tíma. Sem betur fer spurði ég hvað smá tími gæti verið langur... tja.. "ett par timmar" ss ca. tveir klukkutímar... vegna þess að ég var ekki alvarlega veik. Og þá hófst biðin. Sem betur fer kom Marie og stytti mér stundir. Eftir eins og hálfs tíma bið var ég kölluð inn þar sem ég átti að bíða inni á stofu eftir lækni, sem tók ca. klukkutíma, ræddi við hana í smá stund en hún var viss um að það væri ekkert að mér og þar sem ég var ekki lífshættulega veik hefði ég ekki þurft að koma. En hún lét taka blóðprufu til að athuga hvort nokkuð væri að. Allt var í góðu lagi. Ég held að ég hafi verið að eyða tímanum hennar og annarra á að hafa komið. Ég spurði hvað ég ætti að gera ef þetta gerðist aftur en ég fékk lítil sem engin svör.
Sem sagt eftir 4 tíma sjúkrahúsvist held ég að ég gæti ekki verið frískari.