11 desember 2005

Sú fríska skrifar.. :þ

Þá er síðasta prófið búið fyrir jól en engin sérstök ástæða fyrir að fagna þar sem sálfræðin byrjar á morgun, en ég hef ca. 1000 bls að lesa um jólin.

Á föstudagskvöldið fór ég með Marie og foreldrum hennar á söngleikin Kharmen,(venjulega er þetta ópera) en það var búið að setja þetta í nútímabúning. Þetta var bara mjög skemmtilegt. Átti stundum erfitt með að skilja það sem sagt var(ekki ein um það) en ég náði alveg söguþræðinum.

Í gær fór ég með Marie og foreldrum hennar að rölta í gegnu jólamarkaðinn í Haga, en hann var ekki alveg jafn góður og í fyrra kannski hafði rigningin sitt að segja. Svo eftir það röltum við í gegnum bæinn og fórum í Liseberg á jólamarkaðinn þar. Ég keypti glögg og sinnep til að fara með heim. Keypti eina jólagjöf og fann aðra sem ég mun kaupa næst þegar ég fer. Vorum ekkert voðalega lengi þarna þar sem það rigndi og manni varð hrollkalt inn að beini. Og þó að ég væri í íþróttaskóm í þetta skiptið varð mér samt kalt á tánum. Svo þegar við vorum á leiðinni út hringdi Chris frá USA... hef ekki heyrt í honum í langan tíma, alltaf gaman að fá hringingu frá útlöndum.

Svo var Alla að klára prófin sín í gær svo við fórum út að borða á O'Lerys og fengum okkur hamborgara og djúpsteiktan ís... mjög gott en við vorum ekkert smá saddar. Fórum svo og hittum vini Öllu sem voru að fara á djammið en við ákváðum bara að fara heim því við vorum svo þreyttar. En ég var komin heim um eitt leytið svo þetta var ágætt.

Nú er bara spurning hvað maður gerir í dag. Það sést í eitthvað blátt á himni svo það er spurning hvort maður fari út!!??!!