Það er nú svo sem ekki mikið að frétta héðan. Ég kíkti aðeins í bæinn áðan og þvílíkt magn af fólki. Ég ætlaði aðeins að athuga hvort maður gæti fundið einhverjar jólagjafir en ég ákvað fljótlega að skoða bara og kaupa seinna, þar sem það var ekki fræðilegur að ég nennti að bíða í röð. En útkoman var bar góð er komin alveg með einhverjar hugmyndir. Mun geta reddað nokkrum gjöfum hér en svo verður restin bara ákveðin á síðustu mínútu eftir að ég kem heim.
Það er svo gaman að því hvað Svíar eru rosalega mikið fyrir Glögg. Það til svo mikið af allskonar ílátum fyrir glögg. En það er bara gaman af svona hefðum. Bjóða fólki heim í heitt glögg og piparkökur með. Það má vel vera að ég komi með þessa hefð með mér heim einhvern tíman.