14 desember 2005

Vika í heimkomu :Þ

Ég verð nú bara að viðurkenna að ég er þreytt eftir daginn. Ég var í skólanum milli 10 og 12. Svo hitti ég Öllu og við fengum okkur að borða í hádeginu og röltum í bænum og ég keypti jólagjafir, en ég er bara orðin í góðum málum í þeim efnum... sem er auðvitað bara gott mál.
Svo fórum við í Liseberg og röltum þar um heillengi, og auðvitað keyptum ýmislegt, jólaskraut og jólagjafir. Jú og svo auðvitað lakkrís og brenndar möndlur... mjög gott.
Ég er að spá í að vera mjög dugleg í fyrramálið og fara upp í skóla kl 9 og fara að lesa taugasálfræði og gera verkefnið úr því... en við eigum að skila því inn áður en við förum í fyrirlestur um það... einkennilegt mál. Ég á að vera á fyrirlestri milli 13 og 15 svo ég ætti að geta gert nokkuð mikið fyrir fyrirlesturinn, milli 9 og 12 en svo þarf ég alveg klukkutíma í að borða og rölta niður í Handelshögskola þar sem við erum á fyrirlestrum núna því við erum svo mörg(Heyrnarfræði-, iðjuþjálfa- og sjúkraþjáfanemar)... og já við erum meira að segja með strákum í tímum :) Sem er auðvitað bara skemmtileg tilbreyting :)

En núna ætla ég að fara að leggja mig... kannski lesa smá, þe ekki skólabók.