05 desember 2005

16. dagar þar til ég lendi á klakanum

Það styttist óðfluga í jólin annar í aðventu er búinn.
Ég fór í Liseberg með Öllu og Mariu(sænsk vinkonu Öllu) á laugardagskvöldið. Mjög gaman að komast í smá jólafíling. Ég get nú ekki sagt að það hafi verið mjög hlýtt úti en maður lét það ekki hafa áhrif á sig. Ég á örugglega eftir að fara svona 2-3 í viðbót í Liseberg... kaupa smá jólaskraut en nú var ég bara að skoða.

Svo í gær kom Marie í heimsókn til mín og ég eldaði fyrir hana. Ég borða svo oft eitthvað hjá henni að ég verð að gera eitthvað á móti líka. Hún fékk hjá mér BBQ kjúklingakássuna en hún er alveg í uppáhaldi hjá henni.

Í dag var svo síðasti skóladagurinn fyrir próf í málvísindum sem er á föstudaginn. Ég skil ekki alveg afhverju við fáum svona langan tíma til að lesa fyrir þetta próf þar sem prófið samanstendur af 3 spurningum sem maður á að segja sitt viðhorf og rökstyðja. En það er líka ágætt að fá smá pásu :þ

E-mailið(ísl) mitt er búið að vera í einhverju veseni í nokkra daga núna en það lagaðist í dag loksins en viti menn þá lokaðist skóla e-mailið og verður lokað þar til á morgun.