13 desember 2005

Sálfræðin er byrjuð

Nú er síðasti áfangi annarinnar byrjaður og ég sé fram á mikinn lestur í hinum ólíku útgáfum af sálfræði...Heilsusálfræði, vinnusálfræði, viðtals- og samtalsvinnubrögð, Taugasálfræði, erfiðleikasálfræði og félagssálfræði(nb beinar þýðingar)
Og þar sem mér þykir ekkert sérstaklega gaman að lesa fræðibækur þá er ég ekkert í skýunum yfir þessu. Mig langar bara að komast heim í jólafrí eins og aðrir. Ég kemst ekki alveg jafn vel upp með lítinn lærdóm þessi jól eins og síðustu jól, þegar ég lærði í 3 eða 4 tíma.

En í gær fór ég til Ragnars og fékk að skrifa nokkur lög en drengurinn á rúmlega 1500 lög á tölvunni sinni. Ég skrifaði ca 270 lög niður á disk og á núna slatta af tónlist, auðvitað fyrir utan það sem ég átti fyrir.

En jæja best að hlada áfram að lesa Som man frågar får man svar, ein af þessum 9 bókum sem við þurfum að lesa. Sem betur fer þurfum við bara að lesa valda kafla úr nokkrum bókum en aðrar eigum við að lesa alla. Eins og staðan er núna er ég búin með 57 bls af þeim 961 sem ég á að lesa... engin frábær frammistaða enda lengi að lesa.