07 desember 2005

Sniðugt

Þetta fólk sem sér um þetta stúdentasvæði hérna er stundum ekki alveg heilt held ég. En alla vegana í gær þegar ég var að fara upp í eldhús að fá mér morgun mat, þá sé ég að gólfið á stigaganginum er blaut og miðað við lyktina þá var örugglega verið að lakka/bera á gólfið. Ég svona reyni að ganga á þurrusvæðunum en undra mig á afhverju við vorum ekki látin vita að. Svo fer ég að þvo sem þýðir að ég þarf að fara nokkrum sinnum inn og út og ekkert mál með það. Gólfið, að ég held, orðið þurrt. Svo fer ég út og hitti Marie í einhverja klukkutíma. Svo kem ég heim og fer svo til Marie um kvöldið og þegar ég kem heim þá stendur miðið á hurðinni um að það búið sé að bóna gólfið og vinsamlegast ekki ganaga á blautu gólfinu... Þessi miði var hengdur upp á kolraungum tíma þar sem gólfið var orðið þurrt enda bónuðu um ca 10 leitið um morguninn en ég kom heim rétt fyrir 23. Það hefði verið betra hefðum við fengið miða þar sem stæði... Gólfið á stigaganginum verðu bónað á morgun svo vinsamlegast reynið að vera ekki á ferðinni milli 10 og 11. En ekki setja miða á útidyra hurðina.

Svo eitt annað sem ég rakst á um daginn... Sígarettu-sjálfsala sem er ekki frá sögu færandi fyrir utan að þetta var á skemmtistað, og hér er bannað að reykja inni á skemmtistöðum... En eitt tók ér sérstaklega eftir á þessum sjálfsala, það var límmiði sem á stóð "Sýnið skilríki" þar sem bannað er að kaupa sígarettur ef maður er undir 18 ára... Ég skildi nú bara ekki alveg hverjum maður átti að sýna skilríkið...?

Svíar geta stundum verið undarlegir