08 desember 2005

yfirlið 2

Í nótt gerðist það í annað skiptið á hálfu ári að ég vakna upp um miðja nótt og er það illt í maganum og flökurt að það líður fyrir mig... ekki skemmtilegt. Ég vona bara að ég sé ekki að fara að taka þetta upp í vana. En í þetta sinn tókst mér að koma frá þessu yfirliði ósködduð. En það er svo skrítið að ég bara dett út... það er ekki eins og allt verði svar og mig svimar neinei ég bara vakna upp á gólfinu... tekur smá tíma að fata hvar ég er og hvað hefur gerst.

En svo er prófið í málvísindum á morgun, eins gott að geta myndað sér skoðanir og rökrætt þær. Dæmi um spurningu á prófinu frá því í fyrra: Getur maður tjáð sig um sömu hluti á öllum tungumálum? Rökstuddu svarið. Ég get ekki alveg ákveðið mig hvort ég myndi svara já eða nei...