...já sem sagt það fór að rigna í dag og snjórinn er farinn, hann var reyndar farinn að minnka all verulega.
Ég sit hérna og er að reyna að skrifa umsögn um bók. Við áttum að velja okkur bók sem fjallaði um mál og/eða samskipti, með mál meina ég: leið til að tjá sig, tungumál, talmál, táknmál, skrifmál osfrv. Mér tókst nú ekki að velja mér skemmtilega bók en tókst samt að lesa í gegnum hana. Og nú sit ég og reyna að finna eitthvað úr bókinn sem ég get haft einhverja skoðanir um, en málið er að bókin gefur svo lítið svigrúm til að hafa skoðun. Við eigum að skrifa 2-3 bls og ég er komin með 1 1/3 bls... gengur frekar treglega. Svo er próf í Málvísindum á föstudaginn eftir viku...gaman gaman.
...en það er alveg að koma helgi...jibbý... reyndar hef ég ekkert planað fyrir helgina... en það er allt annað mál :þ