... mikið eða lítið ?? svo sem skiptir ekki máli
En já það er víst verið að býða eftir að ég skrifi um helgina.
Helgin var bara frábær. Ég og Alla tókum rútu upp úr hádeginu á föstudaginn og vorum komnar í Köben rétt eftir 18, en tímin leið fljótt þar sem að við töluðum alla leiðina. Ég hitti svo Karól á lestarstöðinni. Eftir að hafa fenigð okkur að borða fórum við á fredagsbar í skólanum hjá henni þar sem var íslenskur DJ og þar af leiðandi fullt af íslendingum sem var ekki í skólanum... kannski 30 stk eða meira... Eitthvað af þessu liði var í Köben út af tónleikunum.
Svo á laugardaginn röltum við Karól um í bænum... auðvitað á Stikinu. Og hittum svo Öllu og Tinnu(vinkonu Öllu) og fórum á kaffihús. En svo var bara farið heim til að gera sig tilbúna fyrir kvöldið. Tókst að leggja mig enda heilsan ekki alveg 100%. Fyrir tónleikana fórum við svo út að borða og borðuðum mjög góðan mat á Jensen's Bøfhus. Karól þurfti reyndar að fara fyrr því hún var að fara á aðra tónleika þannig að hún missti af eftirréttinum.
Svo voru það bara tónleikarnir. Þetta var ekta íslensk stemning og ekkert smá ólíkar týpur af fólki. Það var eitt par þarna sem var örugglega yfir sextugt. Fyrir suma var þetta bara höslferð. En það voru 1200 manns þarna og þar af voru 900 sem komu frá klakanum. Ég hitti þarna Beggu Gunnars úr Való en hún býr í DK. Svo var þarna fullt af fólki sem maður kannaðist við út MH og frá Símanum. En Sálin var dugleg að spila gömlu lögin sem en auðvitað spiluðu þeir nýju lögin inni á milli. Svo í lokin tókst Karól að koma sér inn því hún nennti ekki að bíða eftir okkur fyrir utan. Tónleikarnir voru búnir kl 3 og húsið var opið til 4 en ég var alveg búin á því kl 3:30 þannig að við fórum heim.
Það var ekki mikið gert á sunnudaginn enda lítið hægt að gera í Köben á sunnudögum. En við Alla tókum svo rútuna til baka kl 14:30 og eins og fyrri daginn töluðum við alla leiðina. Höfðum kannski átt að leggja okkur miðað við hvað ég var ótrúlega þreytt þegar ég kom heim, nennti ekki einu sinni að borða matinn minn.
Ég get nú ekki sagt að þessi mánudagur sem var í gær væri skemmtilegur dagur. Byrjaði með því að ég svaf yfir mig, vaknaði á sama tíma og strætóinn kom en það tekur mig nokkrar mín að rölta út á stoppistöð. En ég kom mér út á 10 mín og tók næsta. Mætti 10 mín of seint en við áttum að hittas nokkrar kl 10:30 og taka upp samtal en ég var víst ekki sú eins sem var sein svo þetta hafði engin áhrif. Fór svo heim í hléinu sem var 2 hálfur tími og hressti mig við. En svo var ég með höfuðverk allan daginn og ibufen gerði hjálpaði lítið.
En við vorum að byrja á nýjum kúrs, Málvísindi. Og kennarinn talaði smá íslensku, en það var frekar lítið og einfalt, en samt var gaman að því. Þetta virðist mjög áhuga verður kúrs þó að það sé voða mikið verið að tala um sænsku núna, en það verður vonandi meira almennt.
Þetta er orðið frekar langt svo ég hætti hér ;) enda þarf ég að fara að taka til og þrífa.