28 nóvember 2005

Saumadagur

Já sem sagt laugardagurinn fór í það að hjálpa Ragnari að saumagardínur. Sem var bara hin mesta upplifun, og bara mjög skemmtilegt. Réttu áhöldin voru nú af skornum skammti en við redduðum þessu, t.d. var notaður tommustokkur í stað málbands og nálar í stað títuprjóna. En hann var mjög duglegur og saumaði sjálfur á saumavélina og sýndi bara góða takta. En þar sem ég þurfi að fara áður en við kláruðum að sauma allar gardínurnar þá tók hann sig bara til og kláraði þær sjálfur.

Svo fór ég með Öllu í partý til vinkonu hennar. Þetta var bara ágætis partý þó að við þekktum fáa. En við reyndar lentum í einum gaur sem talaði stöðugt og af "miklum áhuga" við okkur um Íslands og það var í raun ekki hægt að losna við hann. En váá hvað maður verður þreyttur á þessum umræðum og heimskulegum spurningum um Ísland. Það er allt í lagi ef fólk spyr smá og sýnir áhuga en það má líka alveg tala um eitthvað annað.
En við vorum svo hvorugar í stuði til að fara niður í bæ, veit ekki einu sinni hvort að fólkið var á leiðinni þanngað. Þannig að Alla fékk þá hugmynd að koma við hjá Ragnari til að kíkja á gardínurnar. Klukkan var rétt fyrir 1 þegar við bönkuðum upp á.. og váá hvað sumir voru meiglaðir.. við vorum vissar að hann væri vakandi því kveikt var á sjónvarpinu en hann hafði sofnað...greyið..

Svo í gær fór ég í bíó með Öllu og Gauta á Harry Potter, sem var bara hin ágætasta mynd. Þær verða ofbeldisfyllri með tímanum. Svo var það bara tekið rólega í gærkvöldi.
Í kvöld er ég svo að fara til Ragnars að hjálpa honum með eina gardínuna sem varð of stutt, smá byrjendamistök í mælingu hjá Ragnari. En þá ætti þetta líka að vera komið hjá honum í bili... vonum bara að þetta reddist :)