Hvað er eiginlega málið með þennan spænsk gaur sem deilir með mér og fleirum eldhúsinu... hann var að steikja sér kjöt í dag... sem er svo sem ekki frá sögu færandi nema hann var með gúmmíhanska... Ég skil þennan gaur ekki alveg... ég er viss um að hann hafi aldrei komið nálægt eldamensku áður en hann flutti hingað og varla eldhúsi yfir höfuð.
Annar þá var ég á samkomu hjá heyrnarfræði nemum og kennurum í gær. Gaman að hitta fyrsta og þriðja ársnema líka. Ég hef víst verið nefnd(á jákvæðan hátt) í tímum hjá fyrsta ári sem er auðvitað bara gott mál.
En svo er það bara Köben um helgina. Svo þetta er síðasta blogg fyrir helgi. Ég kem svo með myndir frá samkomunni og Köben eftir helgi :)