17 nóvember 2005

Frost

Mælirinn sýndi -2,6 í morgun þegar ég vaknaði til að fara að þvo, en það hlýnaði svo eftir því sem leið á daginn og fór alveg upp í 2°C þegar ég sá mælirinn í sem mestum hita.
En vá hvað það tók langan tíma að þvo, ég var á stöðugu röllti fram og til baka því vélarnar voru ekki jafn lengi að þvo, svo þurfti ég auðvitað að setja smá í þurrkarann. Mér tókst meira að segja að þvo naglaþjölina mína, veit ekki hve góð hún er núna en hún er alla vegana hrein, en ég ákvað samt að setja hana ekkert í þurrkarann :þ Ég held að ég hafi rölt 5x í og úr þvottahúsinu... nennti ekki að hanga þar og bíða. En það er ágætt að halda á sér hita svona í kuldanum.

Ég er að reyna að breyta heimasíðunni svo ekki láta ykkur bregða ef hún breytist einhvern daginn. Ég held að ég hafi náð að plata Ragnar til að hjálpa mér með þetta svona þegar hann hefur tíma... sjáum til hvenær það verður :þ