14 nóvember 2005

Mánudagur

Helgin er búin en þetta var hin rólegasta helgi. Fór í bíó með Öllu á laugardaginn á In Her Shoes eða I hennes skor eins og svíarnir vilja kalla myndina. Bara hin fínasta mynd. Svo las ég smá í skólabókunum svona fyrir vikuna. Annars bara hin rólegasta helgi, sem var kannski alveg þörf á.

Komst að því í gær að ég byrja líklega ekki í skólanum fyrr en 9.jan. En þetta er ekki orðið 100% en ef svo er þá verð ég lengur heima auðvitað. Færi þá til baka 6 eða 7. jan. En ég vil fá þetta betur staðfest áður en ég fagna of mikið. Ég er að pressa á umsjónarmenn kúrsins til láta okkur vita þetta sem fyrst.

Svo fór ég í ljós áðan, sem var eiginlega bara frítt. Ég hafði fengið auglýsingu um sólbaðstofu hérna nálægt og ég gæti farið í ljós fyrir 10kr sænskar. Svo þegar ég kom á staðinn þá var þetta svona sjálfsali sem maður þufti að setja mis mikið af 10kr eftir því sem maður ætlaði að vera lengi. Ég borgaði auðvitað mínar 10kr og fékk af manninum 6x10kr því honum fannst ég ætti alveg að geta verið í 18 mín en mér þótti 15 mín alveg vera nóg svo ég setti bara 5x10kr í sjálfsalann og þá stóð ég uppi með auka 10kr sem ég var ekkert að skila. En ég fer bara aftur bráðum svona til að friða samviskuna ;)