Já sem sagt það snjóaði áðan... þó að það sé 3 stiga hiti, enda festist snjórinn ekki. En núna er bara allt blautt.
Í gær fór ég til Öllu og við breyttum flugmiðanum okkar, ætlum sem sagt að fljúga saman þann 8. jan aftur til Gbg, eða Köben og lest til Gbg.
Alla á inneign á Skype svo við hringdum þaðan... mjög sniðugt... en váá hvað konan í símanum var leiðinleg... Ég hafði nefnilega ekki tekið eftir því að ég hafði ekki fengið sendan E-miðan í e-maili... og þegar ég sagði henni það þá sagði hún strax: (leiðinlegur tónn)"Þú getur ekkert flogið án e-miðans" ég:(reyna hljóma góðlega)"en er ekki nóg að vísa kk-kortið" hún: jú en það eru ekkert allir sem skrá það inn!!... úff hún var bara leiðinleg...
En alla vegana þá kíkti ég með Öllu á æfingu... gaman að fá að sjá hvernig þetta lítur út þar sem hún, Ragnar og Gauti eru að æfa. Þetta var svolítið örðuvísi en ég bjóst við... en mjög gaman að sjá þetta... aldrei að vita nema að maður kíki aftur :)
Svo er ég að fara að hjálpa Ragnari að sauma gardínur á eftir... eða meira leiðbeina honum því hann ætlar að gera þetta sjálfur. En á meðan ætla ég að downloada tónlist frá hans tölvu fyrir á mína ...jej...
Svo í kvöld er ég að fara með Öllu í partý til bekkjasystur hennar... gott að komast á alvöru djamm... hef ekki farið á djammið lengi.