25 nóvember 2005

Fimmtudagsdjamm..

Ég er búin að fá verkefnið til baka sem við þurtum að gera um samskipti okkar við sjúklinga og ég náði(ekki alveg viss hvort ég fékk G eða G- en það skitir ekki öllu)... var eiginlega alveg viss um að ég myndi þufa að gera eitthvað aukaverkefni... meira að segja áður en ég skilaði þessu inn. En ég er alltaf að koma sjálfri mér á óvart.

Svo í gær var ég plötuð í eitthvað Landvetter(flugstöðin hér í Gbg) partý. Ann-Cathrine, sem er með mér í bekk og ég umgengst smá, er að vinna á Landvetter. Svo var eitthvað partý í gær á einum skemmtistað niðri í bæ. Ég get nú alveg viðurkennt það að ég nennti ekki að fara. Í byrjun var þetta eins og ég hafði ímyndað mér, við stóðum þarna 4, ég, Marie, AC og ein sem AC er að vinna með, og vorum að "spjalla". Og við Marie þekktum auðvitað engan þarna. Ég var ekki alveg í stuði til að vera þarna. En það skánaði þegar við fórum að dansa, þá skemmti ég mér ágætlega. En það stóð ekki lengi og við vorum farnar kl hálf tólf. Ég fatta ekki alveg þá pælingu að djamma á fimmtudegi... ekki alveg mín deild.

Svo er Alla búin að bjóða mér með sér í partý á laugardaginn, sem verður örugglega gaman... ég er alla vegana í meira stuði fyrir það.
En ég ætla reynar að nota daginn í að læra smá svo er alveg óákveðið hvað maður gerir í kvöld... það kemur bara í ljós :)