19 nóvember 2005

IKEA dagurinn mikli

Í gær kvöldi fór ég í heimsókn til Öllu og við horfðum á 2 myndir sem eru enn í bíó hér. Crash, skil ekki alveg afhverju hún er enn í bíó en það örugglega búið að sýna hana í 3 mánuði, en við erum ekki klárar um hvað hún fjallar nema kynþáttafordóma, svo horfðum við á Monster-in-law sem var bara fín, ekta mynd þar sem allt er gott í byrjun og svo fer allt í klessu og endar á að allir eru sátti, mjög fyrirséð og fínt.

Svo í dag var IKEA dagurinn okkar Ragnars. Ég var komin til hans rétt fyrir 11 og þá byrjaði ferðalagið. Fyrst gleymdi hann að við ættum að fara út á einum stað svo við fórum einni stoppi stöð lengra og þegar við komum til baka var strætóinn sem fer upp í IKEA að fara. Svo eftir nokkrar stuttar sporvagna ferðir, til að þurfa ekki að bíða í 30 mín, náðum við örðum strætó sem fer líka upp í IKEA.
Vorum komin þanngað örugglega rétt fyrir 1 :þ Eyddum klukkutíma í gardínu/efnadeildinni þar sem Ragnar var að fá sér gardínur eða þeas efni í gardínur, en eftir símtal til Íslands og smá tíma í ákvörðunartöku þá héldum við áfram.
Mér tókst á 2 tímum að versla fyrir 1075kr... sem er bara ekki slæmt við vorum komin út um 3 leitið. Innkaupalisti:
2x skraut steinar = 30kr
rammi f/3 myndir = 99kr
2x tímastillt innstunga = 29 kr
2x fjöltengi = 24kr
3x kerti = 77kr
8x herðatré = 19kr
5x buxnaherðatré = 45kr
2x stórir koddar = 118kr
lak = 149 kr
rúmteppi = 89kr
2x koddaver = 178kr
borðlampi = 79kr
4x bollar = 76kr
mjólkurþeytari f/Öllu = 15kr
sítrónupressa = 19kr
plastdallar = 19kr
2x uppþvottaburstar = 5kr
IKEA poki(stór) = 5kr

Þetta gerir sem sagt 1075kr sem er skv. mbl.is í dag 8143kr ísl. Hvað ætli þetta kosti í IKEA á klakanum...? :þ
En þetta var bara hin skemmtilegasta IKEA ferð en það var samt rosalega gott að koma heim. Svo þegar ég er komin með alvöru íbúð sem inniheldur eigið eldhús þá fer ég aftur með bíl og kaupi stærri hluti en það verður ekki fyrr en á næsta ári.

Svo er bara bíó með Öllu í kvöld, ætlaði að fara með Marie en hún gat það svo ekki vegna mígrenis. Og Öllu langaði líka í bíó, planið er Legend of Zorro.