13 febrúar 2005

Keila með myndum

Ég fór í keilu með Marie, vinkonu hennar Elenor, kærasta Elenor Daniel, vini Elenor Jörgen og kærustu Jörgens Maria. En ég fór einnig með Daniel og vini hans á djammið um daginn. En Daniel er einn fyndnasti gaur sem ég hef hitt. Maður er eiginlega í hláturs kasti frá því að maður hittir hann og í 10 mín eftir að hann er farinn. Það er ekki eins og hann sé stöðugt að segja brandara, hann er bara fyndinn og mjög fínn gaur. Svo fórum við á bar á móti keilustaðnum og þar var borðað smá og farið í foosball. Þetta var mjög skemmtilegt, svo þegar við vorum að býða eftir sporvagninum þá vildi Daniel meina að við færum á Íslandi, þar sem það var svo mikill snjór en það var um 15 cm snjór yfir öllu, og fór svo að búa til snjóbolta...
En í dag er búið að snjóa meira og það er um 20-30 cm snjór yfir öllu.
Ég ákvað svo að baka kanilsnúða í dag, ég held bara að það hafi heppnast vel :) Ég er orðin rosaleg húsmóðir :) Fyrst bollur og svo snúðar...
Annars þá var ég að tala við Karól áðan á MSN og það getur verið að ég fari til Köben um næstu helgi, ég þarf bara aðeins að skoða þetta betur, alveg líklegra en ekki :)