06 febrúar 2005

Snillingur á ferð?

Ég var í prófi á föstudaginn sem ég var búin að kvíða fyrir, en 2 síðustu dagana fyrir prófið lærðum við eins mikið og við gátu svo kvíðinn skánaði. En svo kom prófið og mér fannst ég ekki kunna mikið þar sem við höfðum ekki farið yfir allt efnið sem kom á prófinu svo eftir prófið höfðu nokkrar stelpur talað við kennarann og þá kom í ljós að flestir höfði misskilið eina spurning illilega, ss þetta snérist ekki endilega um að skilja efnið heldur að fatta spurningar líka, en hvað með það við fáum líklega einkunnina fljótlega.

Svo í dag gerðist mín bara bakari :) Ég bakaði vatnsdeigsbollur eftir uppskrift og leiðsögn frá mömmu. Svo þar sem ekki er til frómas hér þá þurfti ég að búa til einn slíkann. Ég er núna búin að baka þessar elskur og þær líta bara þokkalega út þó þær hafi fallið eftir að ég tók þær út úr ofninum, sérstaklega miðað við þær fréttir að bollurnar hennar mömmu hafi bara alsekki lyft sér í þetta skiptið. En ég á svo eftir að setja inní þær og smakka og athuga hvernig þær bragðast. Vonandi eins og heima :)
Ég læt ykkur svo vita hvernig þetta fer allt saman.

Bless í bili