Núna er ég búin að fara í Liseberg. Ég keypti mér svona árskort fyrir inngöngu. Maður þarf bara að fara 3x og þá er það búið að borga sig, maður getur líka notað það á jólamarkaðinum... kostar bara 140kr sek.
En það var mjög gaman þó að ég hafi verið skíthrædd í rússíbönunum og ekki liðið sérstaklega vel á meðan á því stóð. Td eftir fyrsta þá skulfu á mér lappirnar :Þ
Síðan manaði Marie mig og kærastan sinn til að fara í svona þar sem maður er lyft hátt upp og svo sleppt og látinn falla niður... hún þorði ekki sjálf... en mér fannst þetta mun auðveldara heldur en rússíbanarnir. Svo var nýr rússíbani opnaður í ár sem er kallað Kanonen.. frekar stutt en mjöööög mikill hraði. Ég myndi giska á að augun mín hafi verið lokuð svona ca. 2/3 hluta... eftir á sagði ég: ég sá ekki þegar við fórum þarna og þarna og þarna... !!! hehe var með augunlokuð...
En þetta var mjög gaman allt saman. Á alveg eftir að fara oftar og kannski að maður venjist að lokum ;)
Svo var prófið í morgun og ég er bara þokkalega jákvæð, ég skrifaði og skrifaði og þegar ég var hálfnuð var mér orðið ill í úliðnum. Það voru nú ekki allir sáttir við prófið en ég held að við Marie og Sofia höfum lagt áherslu á réttu hlutina. Það var meira að segja eitt verkefnið(spurning) þar sem við höfðum svarið og áttum að búa til spurninguna sjálfa.
Svo er einn áfangi og 1 próf eftir...já og eitt upptökupróf. Og í dag er akkúrat mánuður þar til ég kem heim...9. júní. Það verður ágætt að koma heim og hætta að læra í smá tíma... þetta er búin að vera mikil törn núna með mörgum litlum kúrsum sem þýðir oftar próf. En núna er ekki próf í 4 vikur...jeijí.. :)