08 maí 2005

Próf á morgun

Ég vil byrja að óska öllum mæðrum til hamingju með daginn :)
Ég er nú búin að vera frekar upptekin upp á síðkastið við að læra enda að fara í próf á morgun... Við vinkonurnar, þe. ég, Marie og Sofia, erum búnar að vera mjög duglegar að hittast og læra fyrir prófið. Enda vil ég alls ekki falla aftur. En þetta er ekki nema 3ja eininga próf svo maður ætti að ná því, en reyndar er þetta frekar flókið efni. Svo er næsta próf síðasta prófið, 3. júní, og ég ætla að reyna að vera dugleg við að læra vel með áfanganum.
Svo 19. maí verður Íslendinga félagið hér með konukvöld þar sem fylgst verður með frammistöðu Selmu. Þó að ég verði með öllum líkindum ynst á svæðinu þá ætla ég nú samt að mæta því ég var með í því að styðja að þetta væri góð hugmynd. Enda eru Svíarnir ekkert rosalega spenntir fyrir þessari forkeppni.
Núna er kærasti Marie, Englendingurinn, hér í heimsókn. Við gerðumst því ferðamenn í gær og fórum í síkjasiglingu sem var bara mjög fínt, lærði smá um Gautaborg sem ég vissi ekki, t.d. það er hús hérnar sem er númer 17 og hálft, það var víst eitthvað rugl þegar þeir númeruðu húsin þannig að eitt hús varð eftir. Ég held að abc kerfið hafi ekki verið komið í gagnið þannig að það varð bara 17 1/2.
Svo fórum við í bíó á Kingdom of Heaven, sem er bara fín mynd.. enda Orlando Bloom ótrúlega fallegur :)
Svo er planið að fara í Liseberg í dag, og fyrir þá sem ekki vita hvað það er þá er það þekktasta tívolí Svía, jæks... Ég hef nú bara 2svar sinnum farið í tívóli. Það er spurning hvað ég þori miklu í dag:)
Þetta er ágætt í bili ég segi ykkur svo hvernig var í Liseberg og hvernig prófið gekk seinna/næst :)