29 apríl 2005

1. fallið

Jæja þá er maður búinn að falla á fyrsta prófinu sínu. Ég get nú ekki sagt að ég hafi alveg fallið en prófinu var skipt í 3 hluta og maður þurfti að ná bara hverjum fyrir sig, en ég náði ekki einum hluta. Ég bjóst svo sem alveg við því þar sem það efni er það sem var farið í að mestum hluta þegar ég var heima á Íslandi. Ég held að ég viti á hverju ég hafi fallið, ég er ekki búin að fá prófið ennþá. Og ef ég hef rétt fyrir mér þá er ég svo sem sátt. En í þokkabót þá er endurtektarprófið sama dag og ég kem heim. Ég á flug 9. júní kl 19:45 en prófið er milli 8:30 og 12. En ég tek bara próf úr þessum eina hluta svo þetta reddast.
Annars þá er búið að vera ótrúlega gott veður hér alla vikuna en ég dag var ákveðið að hafa smá ský og vökva blómin aðeins enda voru þau örugglega farin að þorna all verulega.
Í gær keypti ég mér rosalega sætt og sumarlegt pils. Ég ætla að reyna að venjast því að vera í pilsi svona við og við, ekki endilega bara spari. Það er svo sumarlegt að vera í pilsi.
Það var svolítið fyndið þegar ég var að koma heim í gærkvöldi og var að ganga meðfram blokkinni sem ég bý í að mínum stigagang. Þá var leit ég inn um einn gluggan á fystu hæðinni og þá var einn maður að vesenast inni í eldhúsi á nærbuxunum, og það eru ekkert litlir gluggar hér á húsinu, svo labbar maður líka í 2-3m fjarlægð svo allt sést vel. Ég get nú ekki heldur sagt að hann hafi verið eitthvað vel vaxinn. Ég held að ég hefði ekki verið á svona strippi án þess að hafa gardínurnar dregnar fyrir.
Svo daga í þessari viku þegar ég hef verið á leiðinni í skólann þar sem ég labba í gegnum smá skóg, þá hef ég rekist á svolítið ógeðslegt. Fyrst þá var ég bara að labba og heyrði eitthvað þrusk og bjóst bara við að þetta væri fugl, en svo leit ég við og sá eitthvað hreifast og hélt að þetta væri íkorni en neinei þetta var stór rotta. Svo daginn eftir sá ég hana aftur á sama stað en þá sá ég hvar hún hvarf inn í holu milli steina. ojjjj....
En ég er að spá í að leiga mér DVD og hafa það næs í kvöld enda þreytt eftir vikuna, búið að vera mikið að gera. Gott að slappa af í róleg heitum.