Í gær lagði ég af stað til Svíþjóðar aftur eftir tæpar tvær vikur á Íslandi. Þetta er búinn að vera ágætis tími heima, og ég var bara alveg merkilega upptekin. Ég fór norður í bústað yfir páskahelgina svo var ferming hjá Björgvin frænda á Annan í páskum. Daginn eftir var svo kistulagning sem var frekar erfið fyrir mig og á miðvikudeginum var útförin sem var ekki heldur auðveld. En mér líður betur eftir þetta allt saman.
Ég píndi Tobba aðeins, fór í Melabúðina. Hann sagðist ætla að hringja um kvöldið en gerði það auðvitað ekki en sendi þó sms daginn eftir, eitthvað sem hann hefði getað gert 1 og hálfum mánuði áður. iss piss
Ég fór í heimsókn í Heyrnartækni en sú sem vinnur þar var í þessu sama námi og ég fyrir nokkrum árum, ég er búin að vera í msn sambandi við hana og það var gaman að hitta hana loksins. Ég fór líka með pabba í mælingu, hann er á mörkunum að þurfa heyrnartæki. Svo fór ég líka í kynningu upp á Heyrnar- og talmeinastöð. En þetta var bara allt mjög gaman.
Já og svo fór ég á Reunion, langaði ekkert sérstaklega að fara en ég lét mig hafa það fyrst ég var á landinu og þetta kom mér bara á óvart, svolítið skrítið að hitta allt þetta fólk aftur á saman. Sumir höfðu breyst en aðrir því miður ekki.
Ég held að þetta sé orðið nóg að dvölinni minni heima, enda þarf ég að fara að rölta upp í skóla.