Jæja það er svolítið síðan ég skrifaði síðast, ég var nefnilega í 7 eininga prófi á föstudaginn og var lítið heima, mest að lesa. Svo var Ola frændi Marie í heimsókn, hann er í Lögregluskólanum í Växjö og var í praktík hér í síðustu viku, svo ég var mikið með þeim þegar við vorum ekki að læra. Marie er búin að vera að segja lengi að hún vilji að ég og frændi hennar séum saman, en ég er ekki alveg á því að það muni virka. Í fyrsta lagi þar sem ég þekki hann lítið og hann býr í 3 tíma fjarlæð. Og svo líka miðað við fyrri reynslu. Og ég ætla ekki að búa hér "forever", þannig að svíi er ekki besti kosturinn. Enda er hún líka mest að grínast, en öllu gríni fylgir alvara :þ
Svo fór ég og Marie til Köben um helgina, vorum að hitta mömmu, pabba, Jón og Lilju. Þetta var bara fínasta helgi. Enda var ég alveg dauð af þreytu í gærkvöldi þegar ég kom heim. Það var rosalega gott veður allan tíman, smá vindur en ekkert svakalegt. Ég keypti mér buxur, bol og veski... rosalega sumarlegt. Svo hitti ég líka Karól, fórum saman á kaffihús.
Landsvirkjun var með árshátið á hótelinu sem við vorum á svo þið getið ímyndað ykkur hvað maður heyrði mikla íslensku, enda reyni ég að segja ekki of mikið þar inni.
Á föstudaginn fórum við í mat hjá dönskum vini pabba og þar var aðalega töluð enska svo allir skildu og ég átti í mestu vandræðum. Ég er eigilega ekkert búin að tala ensku upp á síðkastið, þar sem ég hef byrjað að reyna að tala sænsku í símann og skrifa á MSN á sænksu. Svo enskan ætlaði ekki að geta komið út, ég varð bara kjaftstop. En það lagaðist svo og við Marie töluðum bara saman á ensku til að vera ekki alveg að rugla öllu. Í byrjun vorum við að víxla tungumálunum, hún sagði eitthvað á sænsku og ég svaraði á ensku án þess að husga út í það :S
Svo er líka bara að fara að læra, enda nóg að gera á næstunni.