Mér tókst nú víst ekki að falla á þessu prófi, fékk 29 stig þar sem við þurftum 24 til að ná... ég var nú samt með 7,6, þar sem 29 af 38 er 7,63... eitthvað. En ég held að ég hafi fengið þessar örugglega ágætu upplýsingar á röngum degi til að vera ánægð... Í gærkvöldu hringdi nefnilega pabbi í mig og sagði mér að amma(mamma mömmu) hafi fengið blóðtappa í heilann og væri lömuð öðru megin og lægi á spítalanum. Ég talaði svo við mömmu og amma getur ekkert talað og hún horfir bara á þá sem eru í herberginu. Hún virðist vera búin að fá einhvern styrk í löppina aftur... en það getur víst brugðið til beggja vona svo það er bara að býða og sjá.
Ég fór svo í bíó áðan með Marie og Sofiu, það var ágætt til að hugsa um eitthvað annað. Og það tókst, enda fín mynd, Hitch, alveg hægt að hlægja.
En jæja ég vona bara að þessu erfiði dagur verðu búinn fljótlega.