30 janúar 2005

Ágætis helgi

Ég hef ekki nennt að skrifa mikið, en nú ákvað ég að skrifa smá. Ég var sem sagt í Vexjö um síðustu helgi. Það er ekkert smá sem vonda veðrið fyrir 3 vikum gerði. Foreldrar Marie eiga skóglendi og eins og hjá mörgum er eins og einhver hafi rifð þau upp með rótum, en stór hluti trjánna hjá þeim féllu. Sumstaðar er ekki eitt tré uppi standandi. Ég ætla að setja inn myndir fljótlega... kannski á eftir ;)
Það er búið að vera mikið að gera í skólanum og svo erum við líka búin að vera í verklegum tímum sem eru mjög skemmtilegir og áhugaverðir. En svo er próf á föstudaginn :/
Þessi helgi byrjaði rólega en ég var í afslöppun á föstudaginn og leigði DVD. Svo í gær ákvað mín að taka til og þrífa ærlega, eftir þrifnaðinn ætlaði ég að fara út í bakarí á leiðinni að skila DVDinum en þar sem klukkan var orðin 16 þá var þetta frekar vonlaust, þessi bakarí nálægt mér loka kl 14/15 á laugardögum eða eru hreinlega ekki opin(þetta er víst eðlilegt, og sunnudagar eru gjörsamlega vonlausir) En ég fann svo loksins opið kaffihús þar sem bakarísdót var selt, þetta tók mig klukkutíma.
Svo um kvöldið fór ég með Marie að hitta vinkonu hennar frá Vexjö en kærasti hennar býr hér í Gbg rétt hjá Marie. Þar sátum við 6 saman(jöfn kynskipting) og spjölluðum og horfðum á video sem tveir strákanna höfðu gert á móturhjólaferðalagi um Evrópu, ég hef ekki séð margt fyndnara en þetta. Svo fórum við nokkur niður í bæ og vorum þar til kl 4.
Í hádeginu í dag fórum við svo að sjá Í takt við tíman, en það er verið að sína hana á Götborgs film festival. Ég sá hana um jólin heima en Marie langaði að sjá hana eftir að ég fór að tala um myndina. Svo kom líka frænk hennar, Eva, kærasti Evu, Ola, og vinkona Evu(man ekki nafnið), með okkur, svo við vorum fimm saman. Þetta var mjög skemmtilegt, gaman að sjá myndinda mér enskum texta. Svo var salurinn eiginlega fullur, örfá sæti laus.
Það var svolítið fyndið að þegar við komum að bíóinu þá hitti í Steingerði og Ásgeir sem ég bjó hjá fyrstu vikuna hér. En þetta kom mér ekkert rosalega á óvart, þar sem að þetta var besti tíminn til að fara með krakkana á þessa mynd, svo auðvitað íslensk mynd. Svo sá ég þau aftur þegar við komum út úr salnum(fyndið) :) En fólkið virtist alveg fíla myndina. Alla vegana fólkið sem ég var með var mjög ánægt með hana, mér fannst hún fyndnari í annað sinn.
Svo verður það bara tekið rólega í kvöld og farið snemma að sofa vonanadi þar sem að ég svaf ekki í nema 5 tíma en það er ekki skóli hjá mér á morgun svo það er fínt, þarf bara að læra fyrir prófið.